Við rætur Vatnajökuls

Upplifðu hið magnaða jöklaútsýni

Vetrar opnun Hótel Hafnar

Í vetur verður hótelið starfrækt með breyttum hætti, en frá og með 1.október 2020, verður aðalbygging okkar lokuð á virkum dögum.
Þá verður gisting í boði í öðrum byggingum Hótelsins hér neðan Víkurbrautar.
Þar sem aðalbyggingin er lokuð, þá er ekki nein móttaka né morgunverðarhlaðborð eins og við höfum ávallt boðið uppá.
Við komum því upp með þá lausn, að bjóða upp á morgunverðar poka með herbergjunum.
 
Hægt er að bóka gistingu hjá okkur með því að hafa samband í síma 478-1240 eða á info@hotelhofn.is
 
Skoðaðu myndir.
 

Ótrúleg jökladýrð

Fegurðin er við Hótel Höfn og árstíminn skiptir ekki máli. Hið magnaða jöklaútsýni yfir Vatnajökul með allri sinni litadýrð er engu líkt. Sjáðu sólina setjast fyrir aftan jökulinn yfir sumartímann eða njóttu norðurljósanna í endurskini hans á veturna. Fjölmargir útivistarmöguleikar eru í boði á svæðinu, t.d. jöklagöngur, íshellaferðir, ísklifur, bátsferðir, kayakferðir o.fl.
Hér og hér má sjá frekari upplýsingar.

Ljúffengur matur

Gæddu þér á ljúffengum hornfirskum humri eða prófaðu aðra girnilega rétti á matseðlinum okkar.

Veitingastaðurinn Ósinn er á Hótel Höfn og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, góðan mat og notalega þjónustu.

Happy hour til 18:00 
Matseðill.

Morgunverður

Við erum stolt af morgunverðarborðinu okkar. Þar bjóðum við upp á fjölbreytt og girnilegt hlaðborð og bökum jafnframt allt á staðnum. 

Vegna Covid-19 höfum við neyðst til þess að breyta starfsemi okkar veturinn 2020-2021. Breytingin hefur áhrif á morgunmatinn okkar.

Frá og með 1.október 2020 verður aðeins boðið upp á morgunverðarhlaðborðið okkar á laugardags- og sunnudagsmorgnum en verðum með morgunverðar nestisbox aðra daga. 

Herbergin

Herbergin eru falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Við notum sápur frá Sóley, sem eru lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru. 

Herbergin á Hótel Höfn eru 12-18 fermetrar að stærð. Engin lyfta er á hótelinu en við hjálpum gestum gjarnan að bera farangur inn á herbergin.

Superior tveggja manna herbergi

Skoða herbergi

Standard einstaklingsherbergi

Skoða herbergi

Standard tveggja manna herbergi

Skoða herbergi
 • Veitingastaðurinn Ósinn

  Veitingastaðurinn Ósinn

  Frábær matur, góð þjónusta og notalegt andrúmsloft

  Skoða nánar
 • Gjafabréf Hótel Hafnar

  Gjafabréf Hótel Hafnar

  Tilvalin gjöf fyrir þá sem eiga allt

  Skoða nánar