Upplifðu hið magnaða jöklaútsýni

Við rætur Vatnajökuls

Ótrúleg jökladýrð

Árstíminn skiptir ekki máli: hið magnaða jöklaútsýni yfir Vatnajökul er engu líkt og litadýrðin ótrúleg. Sjáðu sólina setjast fyrir aftan jökulinn yfir sumartímann eða njóttu norðurljósanna í faðmi og endurskini Vatnajökuls.  Fegurðin er við Hótel Höfn. Fjölmargir möguleikar eru í boði á svæðinu: jöklagöngur, íshellaferðir, ísklifur, bátsferðir, kayakferðir ofl.

View gallery

Ljúffengur matur

Gæddu þér á ljúffengum hornfirskum humri eða prófaðu aðra girnilega rétti á matseðlinum okkar á veitingastaðnum Ósnum. Við leggjum áherslu á eðal hráefni, góðan mat og notalega þjónustu. Happy hour á hverjum degi á milli kl.16-18.

Find out more

Morgunverður

Við erum stolt af morgunverðarborðinu okkar þar sem við bjóðum upp á fjölbreytt og girnilegt hlaðborð. Við bökum allt á staðnum og svo bjóðum við upp á dýrindis kaffi sem er tilvalið að njóta með jöklaútsýninu. 

Herbergin

Herbergin eru falleg og stílhrein með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Við notum sápur frá Sóley, sem eru lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru. 

Herbergin á Hótel Höfn eru 12-18 fermetrar að stærð og við vonum að hlýjar móttökur ásamt fallegu jöklaútsýni og bragðgóðum mat bæti upp fyrir stærðina.  Engin lyfta er á hótelinu en við hjálpum gestum gjarnan að bera farangur inn á herbergin.

Superior tveggja manna herbergi

Skoða herbergi

Standard einstaklingsherbergi

Skoða herbergi

Standard tveggja manna herbergi

Skoða herbergi
 • Breakfast at Ósinn

  Breakfast at Ósinn

  Start your day in spirit

  Skoða nánar
 • 20% afsláttur ef þú bókar snemma

  20% afsláttur ef þú bókar snemma

  Take the advantage of booking your room in good advance and we will give you 20% discount of the price. Contact us through info@hotelhofn.is

  Skoða nánar
Bókunarskilmálar

Bókunarskilmálar

Tilboð

Tilboð