Covid-19

Frá því í byrjun mars 2020 hafa verklagsreglur hótelsins breyst og enn frekari áhersla verið lögð á sótthreinsun og aukið hreinlæti. Það var gert til að koma í veg fyrir að gestir okkar og starfsfólk smitist af Covid-19 eða öðrum sjúkdómum / veirum sem smitast á milli manna.

Það hefur alltaf verið strangt gæðaeftirlit með þrifum á hótelinu, en í kjölfar heimsfaraldursins var lögð enn frekari áhersla á hreinlæti og sótthreinsun.


Við höfum innleitt eftirfarandi viðbótaraðgerðir:

Móttaka

Aukin dagleg þrif og regluleg sótthreinsun á helstu snertiflötum, s.s. hurðarhúnum, handriðum, ljósrofum, greiðsluposum, gestatölvu o.s.frv.

Sótthreinsivökvi og hanskar aðgengilegir fyrir gesti og starfsfólk.

Möguleiki að fá einnota grímu fyrir þá sem hafa gleymt eða óska eftir.

Möguleiki á að greiða fyrir bókun snertilaust í gegnum bókunarkerfið okkar.

Veitingastaður

Einnota matseðill.

Sótthreinsivökvi og hanskar aðgengilegir fyrir gesti og starfsfólk.

Aukin dagleg þrif og regluleg sótthreinsun á helstu snertifleti, s.s. borð, stóla, barborð, greiðsluposi o.s.frv.

Þjónar fara ekki upp í eldhús, en kokkur og þjónn mætast til hálfs með mat til að koma í veg fyrir krossmengun í eldhúsinu eða á veitingastaðnum.

Morgunmatur

Skyldunotkun á hönskum í morgunverðarhlaðborðinu.

Aukin dagleg þrif og regluleg sótthreinsun á helstu snertifleti, s.s. borðum, stólum, barborði o.s.frv.

Möguleiki að fá starfsmann til að taka saman morgunverð og koma með inn í herbergi eða á borð á morgunverðarsvæðinu. 

Sótthreinsivökvi og hanskar aðgengilegir fyrir gesti og starfsfólk.

Herbergi

Uppfærðar leiðbeiningar og verklag.

Sótthreinsivökvi og hanskar aðgengilegir fyrir gesti og starfsfólk.

Aukin dagleg þrif og regluleg sótthreinsun á helstu snertifleti: 

 •  Hurðahúnar
 •  Ljósarofar
 •  Sápuskamtarar
 •  Húgögn
 •  Lampar, sími, fjarstýring og aðrir hlutir á herbergi
 •  Borð
 •  Klósett
 •  Blöndunartæki á vask og bað / sturtu
 •  Nýir klútar, tuskur og annar hreinsibúnaður er notaður fyrir hvert herbergi.

Þegar möguleiki gefst er herbergið látið standa í 48 klukkustundir á milli gesta.
 

Það sem við biðjum gesti um að gera til að tryggja öryggi allra:

 • Reglulegur handþvottur og sótthreinsun.
 • Haltu fjarlægð.
 • Forðastu knús og handaband.
 • Vinsamlegast notaðu / óskaðu eftir grímu ef þú finnur fyrir kvefeinkennum.